Þegar leita skal tilboða í framkvæmdir hvort sem þær eru viðhalds eða nýframkvæmdir þá er gott fyrir alla aðila að útboðsgögn og kröfur séu ítarlegar til að fyrirbyggja misskilning og ófyrirséðan kostnað. Byggvangur hefur reynslu í að útbúa og bjóða út stór og smá verkefni. Þá er tengslanet Byggvangs við verktaka gott og einungis leitað til verktaka sem skila af sér gæða verkum.
Hönnun og teikningar
Senda fyrirspurn
Starfsmenn
Arnar Már Ágústsson
Húsasmíðameistari og byggingafræðingur að mennt. Arnar menntaði sig í VIA University í Danmörku. Þar sérhæfði hann sig í gæðakerfum og verkefnastjórnunn. Við heimkomu vann Arnar við samsetningu gæðakerfa og greiningu á lekavandamálum. Arnar hefur undanfarinn tvo ár starfað á verkfræðistofu og þar hefur hann starfað sem myglusérfræðingur fyrir borg, sveitarfélög og stærri fasteignafélög ásamt ýmsum framkvæmdarráðgjöfum. Arnar hefur einnig starfað fyrir Reykjavíkurborg í gerð útboðsganga og í kjölfar þeirra verið byggingarstjóri eða verkefnastjóra með framkvæmdinni.
Þjónustur
Ástandsskoðun
Þörf á ástandskoðun getur verið margskonar og höfum við m.a. verið að veita ástandskoðun á mannvirkjum til greiningar á viðhaldsþörf. Með slíkri þjónustu er svo skilað skýrslu yfir þá verkþætti sem þörf er á að viðhalda.
Mygla þjónar góðu hlutverki í náttúrunni en þegar hún byrjar að vaxa inn í byggingarhlutum eða á yfirborði byggingarhluta byrjar hún að senda gös og eiturefni í andrúmsloftið sem getur valdið fólki ýmsum heilsuhvillum.
Byggvangur leggur áherslu á að byggingarstjóri sé þriðji aðili og gæti einungis hagsmuna gæða verksins. Byggvangur starfar undir vottuðu og síbættu gæðakerfi þar sem allir samningar og önnur skjöl eru stanslaust uppfært samkvæmt breytingum reglugerða og staðla. Byggvangur tekur að sérbyggingar- og verkefnastjórnunn ásamt ráðgjöf fyrir aðra byggingar- og verkefnastjóra.
Þegar leita skal tilboða í framkvæmdir hvort sem þær eru viðhalds eða nýframkvæmdir þá er gott fyrir alla aðila að útboðsgögn og kröfur séu ítarlegar til að fyrirbyggja misskilning og ófyrirséðan kostnað. Byggvangur hefur reynslu í að útbúa og bjóða út stór og smá verkefni. Þá er tengslanet Byggvangs við verktaka gott og einungis leitað til verktaka sem skila af sér gæða verkum.