Arnar Már Ágústsson er húsasmíðameistari og byggingafræðingur að mennt. Arnar hlaut menntun sína við VIA University í Danmörku. Þar sérhæfði hann sig í gæðakerfum og verkefnastjórnunn. Eftir að námi lauk vann Arnar við samsetningu gæðakerfa og greiningu á lekavandamálum. Arnar hefur undanfarinn tvo ár starfað á verkfræðistofu og ma. starfað þar sem myglusérfræðingur fyrir borg, sveitarfélög og stærri fasteignafélög ásamt ýmsum framkvæmdarráðgjöfum. Arnar hefur einnig starfað fyrir Reykjavíkurborg í gerð útboðsganga og í kjölfar þeirra verið byggingarstjóri eða verkefnastjóra á ýmsum framkvæmdum í kjölfarið.
Byggvangur starfar einnig með undirverktökum sem búa yfir ýmiskonar starfsreynslu en nánari upplýsingar um þjónustu Byggvangs má sjá í lið þjónustur.