Starfsmenn Byggvangs hafa meðal annars þjónustað Reykjavíkurborg, sveitarfélög og stærri fasteignafélög í ýmsum framkvæmdum ásamt því að við þjónustum fyrirtæki og einstaklinga sem eru að fara út í framkvæmdir eða viðhald í sama hvaða formi það er. Byggvangur er með reynda starfsmenn í verklýsingargerð, kostnaðaráætlunargerð, byggingastjórnun, myglugreiningum á smærri og stærri mannvirkjum, ástandskoðunum fyrir íbúðarkaupendur ásamt ástandskoðunum fyrir greiningu viðhalds.
Byggvangur veitir einnig þjónustu við verktaka við að koma sér upp gæðakerfi og aðstoðar fyrirtæki og einstaklinga við samningsgerð- og tilboðsgerð.